Hýsing

Ábótinn hefur hýst lén síðan 1996 svo nokkur reynsla hefur safnast liðin ár.

Til að nýta Internetið undir eigin lénsnafni þarf að fylla út og skila umsóknum um lén (á ensku “domain”). ISNIC.is hefur með höndum úthlutun .is léna á Íslandi. Ábótinn hýsir og þjónustar lén í nafnaþjónum sínum og aðstoðar við útfyllingu umsóknar ef þörf krefur.

Atburðarrás fyrir hýsingu á léni á vefþjónum Ábótans er þessi:

Senda þarf Ábótanum ósk um hýsingu á tilteknu léni (sé það laust) með símtali (síma 898 2935 og þar er einnig frekari upplýsingar að fá). Ábótinn vinnur síðan umsóknina og gengur frá henni. Samfara þessu þarf að greiða tilgreint stofngjald til Isnic kr. 7.918.

Gjaldskrá fyrir skráningu og hýsingu léna (.IS)

Stofngjald léns til ISNIC er kr. 6.982 með VSK sem greiðist við úthlutun léns og innifelur skráningargjald fyrsta árið.

Stofngjald léns til Ábótans er ekkert

Mánaðargjald fyrir lén hýst hjá Ábótanum er frá kr. 1.200 með vsk. Innifalið er eftirfarandi:
Hýsing í nafnaþjónum
1GB vefsvæði
Þrjú netföng
Mánaðarlegt gjald fyrir önnur netföng er kr. 350
Uppsetningartími er 8-48 klukkutímar.

WordPress hýsing er ennfremur í boði.

Ábótinn ehf áskilur sér allan rétt til að loka hýstum lénum eða loka aðgengi að efni, sem ekki samrýmist góðu og gildu kristilegu siðferði, án frekari aðvörunnar.

Hafið frekara samband séu upplýsingar hér ónógar eða lénaþörfin önnur.

Síðast breytt 15. mars 2012

Comments are closed.