Notendaskilmálar

ALLIR AÐILAR SEM NOTA INTERNETTENGINGU FRÁ ÁBÓTANUM EHF ERU SKULDBUNDNIR TIL AÐ HLÍTA ÞESSUM NOTENDASKILMÁLUM:

Ábótinn ehf veitir viðskiptavinum sínum aðgang að Internetinu og skiptistöð íslenskra internetþjónustuaðila (www.rix.is) með tengingum yfir ljósleiðara og örbylgju. Notendur eru allir þeir aðilar sem nýta internettengingu frá Ábótanum, hvort sem þeir eru beintengdir eða tengdir bak við þriðja aðila. Allir aðilar sem nota internettengingu frá Ábótanum verða að hlíta notendaskilmálum þessum, notendaskilmálum þessum kann að verða breytt án fyrirvara ef þörf krefur. Ábótinn áskilur sér allan rétt til að ákvarða hvort ákvæði notendaskilmála hafi verið brotin.

Notendaskilmálar

1. Notendum ber að virða siða- og umgengnisreglur sem almennt eru viðhafðar á Internetinu.
2. Ábótinn áskilur sér rétt til að loka fyrirvaralaust fyrir tengingu verði brot á ákvæðum í notendaskilmálum þessum.
3. Óheimilt er að dylja notendaauðkenni eða nota notendaauðkenni annarra til að villa á sér heimildir í tölvusamskiptum.
4. Óheimilt er að dreifa tölvuveirum eða öðru er kann að trufla vinnu, tölvubúnað eða samskipti annarra.
5. Notendum er óheimilt að endurselja eða láta þriðjaaðila aðgang að Internettengingu án sérstaks endursölusamnings við Ábótann.
6. Ábótinn ber ekki ábyrgð á gögnum notenda. Notendur bera sjálfir ábyrgð á því að samskipti og gagnaflutningur yfir netkerfi Ábótans séu örugg.
7. Notendum er óheimilt að nota Internettenginguna til að sækja efni eða dreifa efni þannig að það brjóti í bága við höfundarréttarlög.
8. Hvers kyns óumbeðnar tölvupóst- eða fjöldasendingar eru óheimilar, s.s. auglýsingar, áróður, villandi upplýsingar, hótanir eða annað efni sem getur valdið óþægindum eða sært blygðunarkennd annarra.
9. Notkun sem veldur óeðlilegri umferð eða álagi á netkerfi Ábótans eða internettengingum annarra er óheimil.
10. Ábótinn ber ekki ábyrgð á tjóni af völdum bilana, sambandsleysis eða truflana á internettengingum notenda við netkerfi Ábótans. Ábótinn ber heldur ekki ábyrgð á tjóni sem þriðji aðili veldur, s.s. vegna skemmda, rangrar notkunar eða slyss.
11. Óheimilt er að reyna að komast yfir lykilorð, aðgangslykla eða önnur gögn sem flutt eru yfir netkerfi Ábótans.

Ábótinn ehf í september 2004

Comments are closed.