Um netsamböndin

Internetsambönd eru afhent með þrennum hætti ljósleiðar, ADSL/VDSL og ódýrarum örbylgjubúnaði

Ljósleiðarsambönd: Veitt yfir ljósleiðarkerfi Gagnaveitu Reykjavíkur, Tengis á Akureyri, Fjarskiptafélag Mývatnssveitar, Skeiða – og Gnúpverjarhrepps, Rangárljós í Rangárþingi ytra.

ADSL/VDSL: Veitt á kerfi Mílu og Símafélagsins.

Örbylgjukerfi Ábótans hefur verið starfrækt síðan 2001 býður upp á ódýrari netsambönd en 4G. Úr turnháum möstrum er merki sent af stað er dregur  sjónlínu:

frá Langholtsfjalli í Hrunamannahreppi
frá Búrfelli í Skeiða- og Gnúpverjahreppi
frá Torfastaðaheiði í Bláskógarbyggð
frá Hurðarbaki í Flóahreppi
frá Skíðbakka í Landeyjum.

 

5Ghz UBNT búnaður sem í boði er  var fyrst settur upp 2011. Hann dregur allt að 20 km og er stilltur til að skila notanda allt að 50Mbit/s frá samnýttum örbylgjusendi. Örbylgjusamböndin byggja á opinni tíðni á tíðnisviði. Þetta þýðir að örbylgjan er ekki truflunarlaus máti til samskipta. Það er margt sem getur truflað og vert er að hafa það í huga. Í flestum tilvikum hefur þetta gengið hnökralaust en þrautinni þyngra að ráða fram úr truflunum eða öðrum bilunum. Þess vegna er ekki ráðlegt að byggja öryggiskerfi ofan á þennan búnað eða fjárhagslega afkomu. Afnotagjald af UBNTbúnaði er kr. 1.000 kr/mán.

Drægni UBNT örbylgjubúnaðarins er 15-20 km sjónlína frá útsendingarstöðum en þeir eru: Langholtsfjall í Hrunamannahreppi Torfastarðaheiði í Biskupstungum Sel í Grímsnesi Háafjall í Biskupstungum Flagbjarnarholt á Landi í Rangárvallasýslu, Víðihlíð í Skeiða – og Gnúpverjahreppi Hús Neseyjar ehf við Árnes í Skeiða -og Gnúpverjahreppi, Huðarbaki í Flóa Selfossi

En nokkur orð um uppsetningu:
Ábótinn afhendir notenda móttökubúnað fyrir sambandið. Stofngjaldið er greiðsla fyrir afnotin af búnaði Ábótans og er hann eign Ábótans. Við viðskiptalok skal notandi afhenda Ábótanum þennan búnað niður teknum. Rétt er að ítreka að móttökubúnaður er afhendur til afnota og afnotagjald greitt. Þessi búnaður er ætíð eign Ábótans. Afnotagjald að sambandi er rukkað. Viðskiptavinur getur sjálfur sett upp búnaðinn eða Ábótinn innir það af hendi fyrir greiðslu frá 15.000 kr (miðað við 100km akstur og klukkutíma vinnu). Annað sem notendi þarf til: Festing fyrir búnaðinn s.s. loftnetsfestingu og þær eru hægt að kaupa hjá Ábótanum kr. 4.900 fyrir þær minnstu.

Beinir eða router þarf notandi og fást þeir hjá Ábótanum frá 7.900 kr. Öryggismál routers er í höndum notenda fyrst og síðast.

Notanda er óheimilt að endurselja eða láta í té þriðja aðila internetsamband Ábótans, þe. hús nágranna. Notenda er hins vegar heimilt að samtengja heimilstölvurnar.

Eins bera að skila búnaði Ábótans við lok viðskipta án tafa.

 

Mánaðargjöld eru innheimt með kreditkortum eða greiðlsuseðlum (útskriftargjald reikninga kr. 250)

Ábótinn rekur ekki 24 tíma þjónustu 7 daga vikunnar, en reynt er að mæta bilunum eftir föngum. Rukkað er fyrir þjónustu sem snýr að búnaði notanda, en ekki sjálfum búnaði Ábótans. Þetta þýðir að ef eitthvað er snúið heima fyrir og þjónustu er þörf þá er rukkað fyrir unna tíð.

Þau sem sjá sér hag í því að nýta sér örbylgjusambönd Ábótans ættu að hafa frekara samband, annað hvort í síma 898 2935 nú eða með tölvupósti abotinn (hja) abotinn.is.

Comments are closed.